Thorvaldsensfélagið færir Hjólað óháð aldri á Íslandi hjól til gjafar

Thorvaldsensfélagið færir Hjólað óháð aldri á Íslandi, hjól til gjafar inn í samnefnt verkefni 21. desember 2016. Afhendingin fer fram við Bazar Thorvaldsenfélagsins, á horni Austurstrætis og Ingólfstorgs.

Sérstaðan við þetta hjól, er að það er öllum aðgengilegt og opið til notkunar. Það fer ekki á eitt ákveðið hjúkrunarheimili, heldur getur almenningur fengið það lánað til að hjóla með vini og vandamenn, sem ekki hjóla lengur fyrir eigin afli. Hjólin eru með rafmagnsstuðningi, svo það er auðveldara að hjóla þeim en mörgum dettur í hug við fyrstu sýn.

Anna Birna Jensdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins mun afhenda hjólið sem Sesselja Traustadóttir frá Hjólað óháð aldri mun veita viðtöku.

Sjá nánar á lhm.is