Fróðleikur um frumkvöðla

Frumkvöðlar í listum

Eru allir listamenn frumkvöðlar? Samkvæmt skilgreiningu þá er frumkvöðull sá sem fer ótroðnar slóðir og er forgöngumaður eða upphafsmaður að einhverju. Það sem ég vil telja að geri muninn á því að vera listamaður og að vera frumkvöðull í listum eru þau einkenni sem skilgreina frumkvöðul. Það eru einfaldlega sumir listamenn sem hafa meiri áhrif en aðrir og það eru ákveðnir listamenn sem ryðja brautina í ákveðinni týpu lista á ákveðnum tímapunkti og markar þarafleiðandi dýpri og markverðari spor í söguna en margur hinna. Dæmi um þetta sem ætti að lýsa viðhorfi mínu til þessa er upptaling nokkura þeirra nýrri sem ég tel að eru mestu áhrifavaldar okkar tíma.

Sjá nánar á v6.is