Ný kvikmynd, “Taka 5”, væntanleg frá Magnúsi Jónssyni

Magnús Jónsson er þessa dagana að ganga frá sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkið kallast Taka 5 og fóru upptökur fram síðsumars í fyrra.

Þetta er er svört gamanmynd um Ragnar Árnason, ungan bónda sem hefur alist upp í einangrun á afskekktum bæ úti á landi. Hans eini félagsskapur er sjónvarpið og persónur kvikmyndanna. Æðsti draumur Ragnars er að vera leikari og að fá að leika í alvöru bíómynd. Dag einn ákveður hann gera eitthvað í málunum. Hann rænir fimm listamönnum úr borginni, leikstjóra, leikkonu, myndlistarmanni, tónskáldi og rithöfundi og neyðir þau til að búa til bíómynd með sér upp úr gamalli sögu sem hann fann í bók.

Sjá nánar á klapptre.is