Munu gera við hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands

Öryggismiðstöðin hefur gert samning við Sjúkratryggingar Íslands um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum í eigu stofnunarinnar. Þá hefur fyrirtækið innréttað nýtt verkstæði sem mun sjá um alla viðgerðarþjónustu fyrir hjálpartæki sem aldraðir og fatlað fólk notar.

,,Það hefur verið mjög mikið að gera á verkstæðinu fyrstu dagana eftir að við opnuðum hér og mikill fjöldi tækja þegar borist til okkar sem þarf að gera við. Við tökum á móti öllum stærðum og gerðum hjálpartækja. Við munum kappkosta að veita sem besta þjónustu og fólk mun ekki þurfa að fara á milli staða til að leita að aukahlutum,” segir Jón Eiríksson, viðskiptastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, í tilkynningu.

Sjá nánar á visir.is