Alþjóðlegur sumarskóli í gangi á Bifröst

Alþjóðlegur sumarskóli hófst 8. júlí síðastliðinn við Háskólann á Bifröst. Stendur hann yfir í þrjár viku. Þetta er í annað skipti sem skóli þessi er haldinn en nú fjölgaði nemendum um 30% milli ára þegar 26 þátttakendur mættu frá 15 löndum. Í fyrsta skipti eru þátttakendur frá Brasilíu, Indlandi, Kólumbíu og Bandaríkjunum. Titill sumarskólans er: „Sustainable future: Creative Leadership in the 21st Century.“ Fjallað verður um áskoranir sem leiðtogar framtíðarinnar munu að líkindum fást við, bæði í atvinnulífinu og í persónulegu nærumhverfi.

Sjá nánar á skessuhorn.is