Guðni Val­ur í úr­slit á EM U23

Guðni Val­ur Guðna­son úr ÍR kastaði 56,57 metra í A-hópi for­keppn­inn­ar í kringlukasti, en hann er stadd­ur í Póllandi á EM í frjáls­um íþrótt­um. Guðni Val­ur hafnaði í öðru sæti for­keppn­inn­ar, en til að kom­ast beint í úr­slit þurfa kepp­end­ur að kasta 57,50 metra. Ef færri en 12 ná þeim ár­angri kom­ast þeir 12 áfram sem lengst kasta.

Sjá nánar á mbl.is