Næringarefnaskortur og mígreni

Ég fjallaði í síðustu viku um ýmislegt, bæðu fæðu og annað, sem getur orðið til þess að fólk fái mígreniköst. Í þessari grein fjalla ég um næringarefnin (bætiefnin) sem líkamann skortir oft og geta leitt til mígrenis.

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að aukið magn af hómósysteini (tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum), auk minni orku í orkuframleiðsluhluta frumnanna (hvatbera þeirra), það er að segja minna af því eldsneyti sem frumur nota til að búa til orku, geti leitt til mígrenis. Skortur á ákveðnum vítamínum og steinefnum getur leitt til aukins hómósysteins og minni efnaskiptaorku. Þau vítamín sem hafa áhrif á þetta ferli eru riboflavin (B-2), pyroxidine (B-6) og cobalamin (B-12). Skortur á þeim og nokkrum öðrum næringarefnum eins og C-vítamíni, E-vítamíni, kalki, CoQ10, magnesíum og járni er oft algengur hjá þeim sem þjást af mígreni.

Sjá nánar á gudrunbergmann.is