Peningalaust samfélag á Stöðvarfirði

Skapandi samvinnuhátíð stendur nú yfir á Stöðvarfirði. Pólar festival er matar-, menningar- og tónlistarveisla á sunnanverðum Austfjörðum. Hátíðin er haldin í þriðja sinn og er nokkuð frábrugðin öðrum og hefðbundnari bæjarhátíðum. Þeir sem leggja leið sína austur á bóginn til Stöðvarfjarðar þurfa nefnilega ekki að hafa pening meðferðis. Bækistöðvar hátíðarhaldanna umbreytast í peningalaust samfélag meðan á hátíðinni stendur dagana 14. -16. júlí.

Sjá nánar á visir.is