Ungur markvörður Fram á reynslu til Liverpool

Rafal Stefáni Daníelssyni, 15 ára markverði 3. flokks Fram í knattspyrnu hefur verið boðið til reynslu hjá stórliði Liverpool á Englandi.

Rafal, sem er fæddur árið 2001, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í yngri flokkum Fram, þar sem hann hefur leikið með 3. flokki ásamt því að hafa spilað nokkra leiki með 2. flokki félagsins. Rafal hefur verið í úrtakshópum í yngri landsliðum Íslands og hefur einnig verið á æfingum hjá meistaraflokki Fram.

Sjá nánar á visir.is