Bald­vin og Bald­ur á bíl­um í maraþon­inu

Bald­vin Týr Sifjar­son 7 ára og Bald­ur Ari Hjörv­ars­son 6 ára ætla að taka þátt í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu sem fer fram þann 19.ág­úst. Þeir eru mjög spennt­ir fyr­ir hlaup­inu og ætla að reyna að fara hratt.

Barna­blaðið hitti bræðurna heima hjá þeim í Kópa­vog­in­um. Þeir búa beint á móti skól­an­um sín­um, Snæ­lands­skóla, Kópa­vogs­meg­in í Foss­vogs­daln­um. Bald­vin er bú­inn með ann­an bekk og fer í þriðja bekk í haust en Bald­ur Ari kláraði fyrsta skóla­árið sitt í vor og fer í ann­an bekk í haust. Það er stutt að fara í skól­ann en þegar okk­ur bar að garði voru þeir auðvitað í sum­ar­fríi.

Sjá nánar á mbl.is