Saga borðspilanna

Borðspil hafa fylgt manninum frá upphafi siðmenningar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis taflspil sem byggja á herkænsku.

Hin fornu borðspil eru flest mjög einföld og líkjast sjaldan raunverulegum hlutum en eru ennþá víða spiluð. Í daglegu tali er talað um abstrakt-spil. Skák hefur þróast út í að vera talin íþrótt sem margir hafa orðið heimsfrægir af að spila. Hin fornu spil eiga það aftur á móti sameiginlegt að eiga enga þekkta höfunda.

Sjá nánar á dv.is