Gildi íþrótta og hreyfingar

Skipulagt íþróttastarf hófst í byrjun síðustu aldar með stofnun íþrótta- og ungmennafélaga. Lengst af má segja að íþróttir hafi verið stundaðar af tiltölulega fámennum hópi fólks, aðallega körlum, sem höfðu til þess líkamlega burði. Íþróttir voru með öðrum orðum iðja þeirra hraustu og sterku og allur almenningur var í hlutverki áhorfandans.

Fáir æfðu nema til að keppa, golf var fínna manna sport, hestamennska var fyrir þá eina sem höfðu efni á því, boltaleikir aðeins fyrir þá sem gátu eitthvað í íþróttinni.

Sjá nánar á doktor.is