Tíu stiga sig­ur á Svart­fell­ing­um

Íslenska karla­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri hafði bet­ur gegn Svart­fjalla­landi, 60:50, í þriðja leik sín­um á Evr­ópu­mót­inu í Grikklandi í dag. Tryggvi Snær Hlina­son átti stór­leik og skoraði 19 stig ásamt því að hann tók 13 frá­köst.

Svart­fjalla­land byrjaði bet­ur og vann fyrsta leik­hluta 21:6. Íslenska liðið var hins veg­ar tölu­vert sterk­ari aðil­inn í öðrum leik­hluta og var staðan í hálfleik 29:27, ís­lenska liðinu í vil. Svart­fell­ing­ar minnkuðu mun­inn í eitt stig fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann en í hon­um var ís­lenska liðið sterk­ara og tryggði sér sig­ur­inn.

Sjá nánar á mbl.is