Vilja vernda náttúru Árneshrepps

Í kjölfar málþingsins Arfleifð Árneshrepps sem haldið var í júní hefur hópur fólks stofnað samtök um verndun náttúru, menningarminja og sögu Árneshrepps. Samtökin nefna sig Rjúkanda en áin Rjúkandi er ein þeirra áa sem stendur til að virkja á Ófeigsfjarðarheiði.

Um sjötíu manns sóttu málþingið en á annað þúsund sáu beint streymi af fundinum á facebooksíðu málþingsins, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar kemur enn fremur fram að fyrirtækjum, stofnunum, sveitarstjórn Árneshrepps, landeigendum í Ófeigsfirði og einstaklingum hafi verið gefin kostur á að kynna sín sjónarmið. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu ræddi um baráttu hennar og sveitunga hennar gegn virkjanaáformum.

Sjá nánar á bb.is