Bílbeltatöskur Blámána

Fyrirtækið Blámáni var stofnað vorið 2016 af 5 nemendum úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar undir nafninu BéBé og komust í úrslitakeppnina. Markmiðið fyrirtækisins var að endurnýta bílbelti, sem var annars væri fargað og búa til hliðartöskur úr þeim. Gerður var samningur við Vöku um að fá öll heil og nothæf belti. Eftir langt undirbúningsferli eru töskurnar loks komnar í sölu, engar tvær töskur eru eins og hafa þær vakið gríðarlega athygli. Þar á meðal hefur verið mikið fjallað um þær í fjölmiðlum. Til gamans má geta að hönnunin hefur verið verðlaunuð í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla, JA Iceland fyrir áherslu á sjálfbærni.

Sjá nánar á blamani.is

Sjá nánar á facebook.com