Ungir frumkvöðlar stofna bílastæðaþjónustu við flugstöðina

Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson eru ungir frumkvöðlar af Suðurnesjum sem stofnuðu nýlega bílastæðaþjónustuna Base Parking við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessi nýja þjónusta er fyrir þá sem vilja geyma bílana sína á öruggum stað á meðan dvalið er erlendis. Ferðamenn sem hafa komið á einkabílum í flugstöðina hafa margir hverjir lent í vandræðum með að finna bílastæði fyrir bíla sína. Þeir félagar fundu lausn á þessum vanda og bjóða þeim sem koma á einkabílum að taka bílinn við flugstöðina og aka honum á öruggt svæði á Ásbrú.

Sjá nánar á vf.is