Hasla sér völl á alþjóðlegum markaði

Fyrirtækið Rafnar ehf. í Vesturvör í Kópavogi hefur þróað nýja og byltingarkennda gerð bátskrokks sem nefnist ÖK Hull og byggir á hugmynd stofnanda fyrirtækisins, Össurar Kristinssonar. Fyrstu bátarnir sem eru smíðaðir á þessum nýja skrokki eru í þremur lengdum. ÖK skrokkurinn er byggður á sérstakri hönnun sem gerir hann að rúmmálsskrokk en nýtni og hámarkshraði hans er eins og um planandi skrokk sé að ræða. Fyrirtækið er nú að hasla sér völl með útfærslu á bátunum fyrir alþjóðlegan markað, í fyrstu inn á markað fyrir léttabáta fyrir lystisnekkjur.

Sjá nánar á vb.is