Þorskroð valið ein af tíu bestu uppfinningunum

Sáraumbúðir úr þorskroði sem íslenska lyftæknifyrirtækið Kerecis þróar voru nýlega nefndar sem ein af tíu mikilvægustu uppfinningum ársins í fótlækningum á heimsvísu. Tímaritið Podiatry Today birti listann yfir uppfinningarnar tíu í síðustu viku, en tímaritið hefur hlotið verðlaun fyrir umfjöllun um læknisvísindi.

„Þetta hefur söluhvetjandi áhrif fyrir okkur í Bandaríkjunum. Um helmingurinn af sölunni okkar þar er að fara í aðgerðir í fótækningum,” segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, og er að vonum hæstánægður með viðurkenninguna.

Sjá nánar á ruv.is