Frumkvöðlar á Öldrunarheimilum Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar eru tilnefnd til evrópskra verðlauna fyrir frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun í opinbera geiranum. Tilnefningin byggir á nýsköpunarverkefni um rafrænt umsjónarkerfi með lyfjaumsýslu hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.

Nýsköpunarverkefnið sem heimilin eru tilnefnd fyrir er hugbúnaðurinn ALFA og er samstarf milli Öldrunarheimila Akureyrar, Lyfjavers og Þulu – norræns hugvits. Með ALFA fæst yfirsjón með lyfjaumsýslu öldrunarheimila en honum er ætlað að bæta og rafvæða meðhöndlun lyfja sem hefur að stórum hluta verið unnið handvirkt og á pappírsformi, með tilheyrandi óhagræði og villuhættu.

Sjá nánar á ruv.is