Gull og silfur á HM í hestaíþróttum í morgun

Íslensku hestarnir eru komnir með tvenn verðlaun nú þegar á HM í hestaíþróttum sem fram fer í Hollandi.

Í morgun lauk yfirlitssýningum í flokki fimm vetra kynbótahrossa og unghrossin frá Íslandi stóðu vel fyrir sínu. Buna frá Skrúð hækkaði sig um 0,5 frá fyrri sýningu  í flokki fimm vetra hryssna og hækkaði sig sömuleiðis um eitt sæti, hreppti silfurverðlaun með einkunnina 8,39.

Sjá nánar á ruv.is