Bleikar og bláar heyrúllur til stuðnings baráttu við krabbamein

Þeir sem leið hafa átt um sveitir landsins hafa í sumar tekið eftir því að heyrúllur eru ekki lengur í sauðalitunum, svartar eða hvítar. Ýmsir fleiri litir eru komnir í þá flóru, meðal annars grænar en einnig bleikar og ljósbláar. Nú hafa bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts líkt og í fyrrasumar tekið höndum saman og efla vitund um brjóstakrabbamein og blöðruhálskrabbamein. Sala á þessu plasti styrkir Krabbameinsfélagið til rannsókna á sjúkdómunum.

Sjá nánar á skessuhorn.is