Hallgrímskirkja í Saurbæ sextíu ára

Næstkomandi sunnudag verður þess minnst með hátíðarguðsþjónustu klukkan 14 í Hallgrímskirkju í Saurbæ að 60 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar. Þar mun sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédika og sr. Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarpresturinn þjóna fyrir altari. Kór Saurbæjarprestakalls, undir stjórn Zsuzsönnu Budai, syngur suma þekktustu sálma Hallgríms Péturssonar og María Jónsdóttir sópran syngur einsöng. Að messu lokinni verður öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar á Hótel Glymi.

Sjá nánar á skessuhorn.is