Búðu þig undir maraþonið

Þúsundir Íslendinga munu reima á sig skóna næsta laugardag þegar Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34. sinn. Hlaupið hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess í borgarlífinu og er jafnframt hápunktur sumarsins í hugum flestra hlaupara. Eins konar uppskeruhátíð eftir æfingar undanfarinna mánaða. En hvernig er best að hátta undirbúningnum síðustu vikuna fyrir hlaupið?

Flestir taka erfiðustu æfingarnar að minnsta kosti tveimur vikum fyrir keppnisdag. Þegar aðeins ein vika er í hlaup á æfingatímabilinu í raun að vera lokið og er þá vart von til þess að bæta enn frekar við úthaldið. Það yrði of seint í rassinn gripið. Hvíldin gerir þá meira gagn heldur en aukaæfingar. Áfram á þó að fara út að skokka, til þess að koma í veg fyrir að líkaminn stirðni að óþörfu, en einungis rólega og í stuttan tíma.

Sjá nánar á visir.is