Fyrsti tit­ill Ásgeirs á glæst­um ferli

Ásgeir Sig­ur­vins­son, einn besti knatt­spyrnumaður Íslands frá upp­hafi, var í bikar­meist­araliði ÍBV í fræg­um leik gegn FH þegar liðin átt­ust við í úr­slita­leikn­um 1972. Leik­ur­inn var spilaður á Mela­vell­in­um 12. nóv­em­ber í níst­ingskulda þar sem ÍBV vann 2:0, en þetta var fyrsta og eina tíma­bil Ásgeirs í meist­ara­flokki hér á landi.

„Þetta var fyrsti tit­ill­inn með meist­ara­flokki, en við vor­um reynd­ar nán­ast bún­ir að vinna alla flokka þarna í Eyj­um á þess­um tíma. Ég man eft­ir því að þess­um leik var frestað margoft, enda ekki spilað fyrr en í nóv­em­ber.

Sjá nánar á mbl.is