Kringlan fagnar 30 árum

Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag.

Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti.

Sjá nánar á visir.is