Hafnarfjarðarbær fyrst sveitarfélaga á Íslandi vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu

Hafnafjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu en merkið staðfestir að atvinnurekendur hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér kynbundna mismunun eða mismunun af öðrum toga.

Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að markmiðið með innleiðingunni sé að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Sjá nánar á visir.is