Jakob og Gloría heimsmeistarar í tölti

Jakob Svavar Sigurðsson hampar eftirsóttasta verðlaunagripnum í heimi íslenska hestsins, Tölthorninu, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Jakob, sem keppti á Gloríu frá Skúfslæk, sigraði með yfirburðum í A úrslitum.

Hann hlaut 8,94 í einkunn fyrir sína sýningu. Íslendingar einokuðu verðlaunapallinn í töltinu því í öðru sæti varð Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni Reykjum mðe einkunnina 8,33 og í því þriðja Guðmundur Björgvinsson á Straumi frá Feti varð þriðji með 8.27 í einkunn.

Sjá nánar á ruv.is