Tvö brons í hundrað metra skeiði

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum náði í tvö brons í hundrað metra skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi í morgun.

Svarvar Örn Hreiðarsson á Heklu frá Akureyri varð þriðji í flokki fullorðinna á tímanum 7.53. Í öðru sæti varð Markus Albrecht Schoch, Sviss, á Kóngi frá Lækjarmóti, sá hinn sami og sigraði í 250 metra skeiði í gær.

Sjá nánar á ruv.is