Skrifað undir samning um byggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll

Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu í gær undir samninga um uppbyggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll á Akranesi. Þetta nýja hús verður rúmlega þúsund fermetrar að flatarmáli og skiptist í 700 m2 jarðhæð og 310 m2 kjallara. Húsið verður byggt úr forsteyptum einingum og mun rísa á sömu lóð og núverandi klúbbhús Leynis er og stefnt að því að það verði tilbúið til notkunar næsta sumar. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að byggingakostnaður verði um 300 milljónir króna. Að sögn Guðmundar Sigvaldasonar framkvæmdastjóra Leynis vinna stjórnendur golfklúbbsins út frá þeim forsendum þegar kemur að endanlegum samningum við verktaka. Hann segir að ágæt tilboð hafi borist í flesta verkþætti, en ekki sé þó búið að ná samningum um þá alla.

Sjá nánar á skessuhorn.is