Án jákvæðra hugsana er engin vellíðan

Forsendur fyrir því að okkur geti liðið vel er óumdeilanlega góð heilsa, andleg líkamleg og félagsleg.  Og allt spilar þetta saman. Hver einstaklingur er sérstakur, með mismunandi reynslu, aðstæður, aðbúnað, persónuleika og líffræðilega virkni. Sumir einstaklingar eru viðkvæmari en aðrir og þannig útsettari fyrir geðrænum og/eða líkamlegum vandamálum. Allir sveiflast í geðslagi frá degi til dags, sem er eðlilegt. Það er ekki fyrr en þessar sveiflur eru orðnar meiri og standa lengur yfir með alvarlegum einkennum sem hægt er að segja að um sjúklegt ástand sé að ræða sem rétt er að leita aðstoðar fagfólks með.

Sjá nánar á doktor.is