Dohop tilnefndur til verðlauna í Víetnam

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop hefur verið tilnefndur sá besti í heimi, fimmta árið í röð af World Travel Awards. Dohop hefur unnið þessi verðlaun tvisvar, árin 2014 og 2016 og keppti þar við fyrirtæki á borð við Kayak
og Skycanner.

Kosing um sigurvegara fer fram meðal notenda og fyrirtækja í ferðageiranum en lokaathöfnin fer fram í Víetnam þann 10. desember næstkomandi.

Sjá nánar á vb.is