Fær mikið út úr því að rífa í lóðin

Tón­list­ar­kon­an Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir er dug­leg að lyfta lóðum. Eins og svo marg­ir er hún með það mark­mið þessa dag­ana að koma meiri reglu á hreyf­ing­una sína.

Hvað ger­ir þú til að halda þér í formi?

Ég stunda aðallega lyft­ing­ar. Að lyfta lóðum hef­ur verið í upp­á­haldi lengi og ég verð eig­in­lega að fá ein­hverja þannig út­rás. Þótt að jóga sé gott inn á milli þá finnst mér ró­leg lík­ams­rækt ekki gefa mér sama „kick“ og góð lyft­ingaræf­ing. Svo fer ég líka í sund nokkr­um sinn­um í viku, syndi ekki en sit í pott­un­um og guf­unni. Það er ótrú­lega góð og mik­il­væg slök­un.

Sjá nánar á mbl.is