Norræna fyrirtækjasetrið opnað

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York borg í gær. Setrið er ætlað smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem sækja á Bandaríkjamarkað og geta þar fengið aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet. Fyrirtækjasetrið er samstarfsverkefni Norðurlandanna fimm; Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands með stuðningi Nordic Innovation og Norrænu ráðherranefndarinnar, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Sjá nánar á vb.is