Barns­haf­andi kon­ur ættu að hreyfa sig

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Dag­mar Heiða Reyn­is­dótt­ir hef­ur kennt meðgöngu­leik­fimi í 10 ár, en hún rek­ur fyr­ir­tækið Full­frísk. Dag­mar seg­ir að þungaðar kon­ur ættu klár­lega að hreyfa sig, enda hafi lík­ams­rækt marga góða kosti í för með sér.

Hreyf­ing­in hef­ur svo marga kosti. Hún eyk­ur bæði þol og styrk, sem ger­ir dag­legt líf miklu auðveld­ara. Fæðing­in sjálf verður gjarn­an auðveld­ari og maður er fljót­ari að jafna sig. Auk þess eru minni lík­ur á að kon­ur sem eru dug­leg­ar að hreyfa sig á meðgöng­unni bæti of mikið á sig. Þær eru jafn­an fljót­ari að ná fyrri þyngd. Svo sofa þær yf­ir­leitt bet­ur og hafa þar af leiðandi betra starfsþrek.

Sjá nánar á mbl.is