Góð ráð frá heimamönnum

Getlocal er íslenskt sprotafyrirtæki í ferðatækni (e. traveltech) en í dag gerði fyrirtækið nýja lausn sína opinbera. Þar geta heimamenn veitt ferðamönnum góð ráð á nýstárlegan hátt – með því að tengja þá saman sem hafa svipaðan smekk og eru „svipaðar týpur“.

Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda Getlocal, stýrir þró­ un á lausninni en fyrirtækið var stofnað í október 2016. Í dag starfa þar átta manns, þar af helmingur í hugbúnaðarþróun.

Sjá nánar á vb.is