Full­kom­in leið til að kom­ast í form

Hjón­in Fríður Hall­dórs­dótt­ir og Þórður Ingi Mar­els­son eru með fjalla­bakt­eríu á háu stigi. Þau reka fyr­ir­tækið Fjalla­vin­ir og elska að þvæl­ast upp um fjöll og firn­indi með skemmti­legu fólki. Fríður seg­ir að fjall­göng­ur séu full­kom­in leið til að halda sér í formi.

„Áhuga okk­ar á fjalla­mennsku má lík­leg­ast rekja mörg, mörg ár aft­ur í tím­ann. Ég gekk gjarn­an á fjöll með afa mín­um þegar ég var barn, þá helst á Úlfars­fellið og eins á Esj­una, en var einnig mikið á tjald­ferðalagi með fjöl­skyldu minni.

Sjá nánar á mbl.is