Gott að geta talað ís­lensku við sím­ann

Sjálf­virki þýðand­inn, Pix­el Buds, sem Google mun bjóða upp á í nýj­um farsíma sín­um, Pix­el 2, er góð viðbót að mati Þór­ar­ins Ein­ars­son­ar verk­efna­stjóra og þýðanda hjá Skopos þýðing­ar­stof­unni. Mik­il­vægt sé að fólk geti átt sam­skipti við sím­ann á ís­lensku.

Greint var frá því í gær að ís­lenska verða eitt af 40 tungu­mál­um sem hægt verður að velja um í Pix­el Buds, þýðanda sem sett­ur er í eyrað. Í sím­an­um er lögð áhersla á gervi­greind og er Pix­el 2 ætlað að keppa við farsíma frá fyr­ir­tækj­um á borð við Apple og Amazon.

Sjá nánar á mbl.is