Styrkjum úthlutað úr Miðborgarsjóði

Auglýst var eftir styrkjum í Miðborgarsjóð í sumar og var umsóknartími frá 15. júní til 5. júlí. Alls bárust 35 umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 119 mkr. Til úthlutunar voru 30 milljónir króna samkvæmt fjárhagsætlun Reykjavíkurborgar.

Á fundi verkefnisstjórnarinnar þann 21. september sl. voru kynntar tillögur að úthlutun og þær í kjölfarið samþykktar og afgreiddar til borgarráðs.
Alls var lagt til að tólf verkefni verði styrkt að upphæð 24.9 mkr. og hefur borgarráð samþykkt þá tillögu.

Sjá nánar á reykjavik.is