Holl ráð varðandi ofnæmi og fæðu

Hvað er fæðuofnæmi?

  • Fæðuofnæmi eru endurtekin óeðlileg viðbrögð við neyslu einnar eða fleiri fæðutegunda í eðlilegum eða minni skömmtum.
  • Fæðuofnæmi er sjaldgæft og kemur oftast fyrir hjá börnum yngri en 3-4 ára.
  • Algengustu ofnæmisvaldar hér á landi eru mjólk, egg, fiskur og sítrusávextir.
  • Börn með fæðuofnæmi eru nánast alltaf með önnur þrálát ofnæmiseinkenni, svæsið barnaexem, uppköst, niðurgang (af óþekktum ástæðum), astmakennda barkabólgu (bronchitis)/astma og ofnæmishnerra. Sé aðeins um að ræða eitt einkenni, er oftast um að ræða afgerandi barnaexem.

Sjá nánar á doktor.is