Lífið er leiftur

Vilborg býr í miðborginni en þó á friðsælum stað í bakhúsi. Kettir stukku til og frá upp á hlið og steina og vísuðu veginn að rauðmálaðri hurðinni. Skildu blaðamann eftir þar. Annars er ekki víst að hann hefði ratað.

Í húsinu er mikið um að vera, það er síðla dags. Dóttir hennar og vinkona eru á leiðinni út og heilsa blaðamanni. Það er rætt um nesti og skutl og ýmislegt umstang. Kærasti Vilborgar, Þorgrímur Pétursson, stendur í eldhúsinu og lagar te.

Sjá nánar á visir.is