Axel Jónsson fékk Lundann

Axel Jónsson, veitingamaður og stofnandi og eigandi Skólamatar, hlaut Lundann 2017 en það er viðurkenning sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott af sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lundafagnaðar í KK-salnum í Reykjanesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld.

Sjá nánar á vf.is