Bjarki Þór Evrópumeistari eftir sigur í London

Bjarki Þór Pálsson, atvinnubardagakappi, tryggði sér í gær Evrópumeistaratitil Fightstar bardagasambandsins, en Bjarki bar sigurorð gegn Quamer Hussain.

Fightstar bardagasambandið er ört vaxandi bardagasamband í Evrópu, en Bjarki vann loturnar þrjár með miklum yfirburðum. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína.

Sjá nánar á visir.is