Daní­el og Sig­ríður unnu TBR Opið

Þriðja mót mót­araðar BSÍ, TBR Opið, var um helg­ina. Keppt var í öll­um grein­um í meist­ara­flokki, A- flokki og B-flokki.

Daní­el Jó­hann­es­son TBR sigraði einliðal­eik karla eft­ir að hafa lagt Jón­as Bald­urs­son TBR í úr­slit­um 21:10 og 21:14. Í einliðal­eik kvenna var keppt í riðli og bar Sig­ríður Árna­dótt­ir TBR sig­ur úr bít­um. Tvíliðal­eik karla unnu Kristó­fer Darri Finns­son og Davíð Bjarni Björns­son TBR en þeir unnu í úr­slit­um Daní­el Jó­hann­es­son og Jón­as Bald­urs­son TBR 21:15 og 21:10.

Sjá nánar á mbl.is