Ferðalagið

Jónas fór í ferðalag til Bandaríkjanna. Við komuna á flugvöllinn er honum heilsað af einum starfsmannanna:

„Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki herra Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann fer inn í leigubílinn segir leigubílsstjórinn: „Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann kemur á hótelið, þá halda allir að hann sé Sinatra, en Jónas leiðréttir það alltaf. Loksins kemst hann þó upp á herbergi. En í rúminu í herberginu hans liggur falleg stúlka og segir: „Halló, Frank.“

Jónas: „Strangers in the night!“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com