Ísland komið á HM

Draumurinn er orðinn að veruleika. Í fyrsta sinn í sögunni mun Ísland taka þátt á HM! Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur strákanna á Kosóvó á blautum Laugardagsvelli í kvöld.

Það má segja að andrúmsloftið hafi verið svipað og fyrir leikinn gegn Kasakstan fyrir tveimur árum, veðrið líka. Þá tókst strákunum ætlunaverk sitt, að komast á EM, og þeim tókst það líka í kvöld, en núna er afrekið enn stærra, HM í Rússlandi.