Dagskrá Norræna hússins

Å blåsa kvitt
11.10.-30.10.2017

Sýningaropnun 11. október kl. 17:00

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Å blåsa kvitt eftir listakonuna Klara Sofie Ludvigsen. 

Norræna húsið býður upp á léttar veitingar

Átt þú minningar úr Norræna húsinu?

Ef þú ert einn af þeim sem átt minningar úr Norræna húsinu viljum við gjarnan fá að heyra þær. Vertu með í að rifja upp 50 ára sögu Norræna hússins á miðvikudögum milli kl. 19:00 – 21:00.

Á næsta ári eru 50 ár síðan Norræna húsið opnaði. Að gefnu tilefni viljum við líta tilbaka á liðna tíð og bjóða til okkar fólki sem notað hefur húsið og vill deila með okkur reynslu sinni og upplifun.

Síðasti séns

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá Borgarveruna í Norræna húsinu. Í sýningunni skyggnumst við inn í innviði borgarinnar og veltum upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni. Í sýningunni má sjá vel valin verk eftir samtímahönnuði og listamenn, sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina.

Sýningin lokar sunnudaginn 22. október kl. 17.

15:15 Tónleikasyrpan

15.október kl. 15:15

 Atli Heimir Sveinsson – Portrett
Caput hópurinn flytur verk Atla Heimis Sveinssonar.

Miðaverð er 2000 kr. /1000 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. Miðasala er við innganginn.

Klassík í Vatnsmýrinni

18. október kl. 20:00

Flytjandi Katrine Gislinge. Einleikstónleikar á píanó.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2500 kr. en 1500 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT – frítt fyrir börn.

Miðasala á: www.norraenahusid.is og tix.is

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.