Glæsi­leg­ur sig­ur Stjörn­unn­ar

Stjarn­an er kom­in í 16-liða úr­slit í Meist­ara­deild Evr­ópu í knatt­spyrnu kvenna eft­ir glæsi­leg­an 4:0 sig­ur gegn rúss­neska liðinu Rossij­anka í Rússlandi í dag en þetta var síðari viður­eign liðanna í 32-liða úr­slit­un­um. Stjarn­an vann ein­vígið sam­an­lagt, 5:1.

Landsliðskon­an Katrín Ásbjörns­dótt­ir skoraði tvö mörk, Kristrún Kristjáns­dótt­ir eitt en fjórða markið var sjálf­mark rúss­neska liðsins sem markvörður­inn skoraði.

Sjá nánar á mbl.is