Góðar gjafir til Dósasels

Dósaseli Þroskahjálpar á Suðurnesjum barst á dögunum góð gjöf frá Advania. Það var viðbót við símkerfi Dósasels sem gerir starfsfólki kleift að svara síma þráðlaust í móttökustöðinni við Hrannargötu. Þá fengu starfsmenn Dósasels einnig gjafir frá fyrirtækinu.

Það hefur verið mikið annríki í Dósaseli í allt sumar og stundum langar raðir út á götu þegar fólk mætir með flöskur og dósir í endurvinnsluna. Nýja húsnæðið hjá Dósaseli gerir ráð fyrir að þar séu tvær vélasamstæður í dósamóttöku og flokkun. Hins vegar hefur orðið töf á að seinni vélin komi til Dósasels. Nú liggur fyrir að það verður ekki fyrr en í febrúar á næsta ári.

Sjá nánar á vf.is