Hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis Leikskólans í Stykkishólmi

Síðastliðinn laugardag var vegleg afmælishátíð haldin í Stykkishólmi þegar því var fagnað að leikskóli staðarins er 60 ára. Það var St.Franciskusreglan sem fyrst stofnaði leikskóla í bænum og rak með rausnarbrag í fjölmörg ár. Þannig var reglan frumkvöðull í rekstri leikskóla en slík starfsemi hófst fyrr í Stykkishólmi en í nágrannabyggðarlögum. Í tilefni afmælisins heiðruðu forsetahjónin, Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid ásamt börnum sínum, íbúa með heimsókn og þátttöku í afmælisfagnaðinum.

Sjá nánar á skessuhorn.is