Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni

Föstudagskvöldið 13. október 2017 verður Gömludansakvöld IOGT í Danshöllinni Drafnarfelli 2, klukkan 20:00 – 23:30. Páll Sigurðsson leikur af sinni alkunnu snilld fyrir dansi. Endilega takið fram dansskóna og skemmtum okkur saman í góðra vina hópi. Þessar skemmtanir hafa heppnast afskaplega vel undanfarin ár og ætlum við að halda áfram í vetur. Félagar og vinir eru hvattir til að taka með sér gesti.

Æskan Barnahreyfing IOGT heldur úti Heima Alein barnastarfinu sem eru sjálfstyrkingarnámskeið sem standa yfir frá september til áramóta og frá áramótum fram á vor. Allir eru velkomnir í Víkurhvarf 1 á þriðju hæðinni.
6-8 ára eru á mánudögum 17:00 – 18:00 og 9-12 á þriðjudögum 17:00 – 18:00. Eldri krakkar eru leiðbeinendur undir leiðsögn umsjónaraðila IOGT.

Við hjá Núll Prósent, Ungmennahreyfingu IOGT hvetjum alla félaga IOGT og velunnara til að kynna starfsemi okkar. Við erum að koma okkur fyrir í nýja húsinu Víkurhvarfi 1 á þriðju hæðinni. Nú biðjum ykkur að hugsa hvaða börn þið eigði og barnabörn, frænkur, frændur bræður og systur því það er áríðandi að við fáum ykkur í lið með okkur því þið vitið fyrir hvaða góðu gildi við stöndum í okkar starfi. Í apríl er vikunámskeið í teiknimyndagerð fyrir ungmenni og fer það fram í skála Skíðadeildar Hrannar í Skálafelli.

Fréttatilkynning frá IOGT.